Tónahvarf 3 er verslunar- og þjónustuhúsnæði sem Flotgólf byggði undir eigin starfsemi. Hluti hússins er í útleigu og hefur farið í sölu. Byggingin er staðsteypt með vönduðum gluggum og hurðum, einangruð að utan og klædd með Alucobond klæðningu. Húsið er 4500 m2.
Björninn innréttingaþjónusta er staðsett á jarðhæð hússins.