Flotgólf ehf. var stofnað í byrjun árs 2000. Upphaflega átti fyrirtækið að sinna eigendum þess sem voru þá með eigin múrfyrirtæki með gólfílagnir og flotanir. Fljótlega áttuðu menn sig á því að sameining fyrirtækjanna væri vænn kostur til hagræðingar og úr varð að Flotgólf ehf. varð alhliða múrverktakafyrirtæki þó að nafn þess gæfi það ekki til kynna.
Flotgólf ehf. var brautryðjandi í svokölluðum anhydritlögnum og var stór innflytjandi á anhydrit. Einnig voru keyptir sérstakir flotbílar sem var mikil bylting í gólfílögnum.
Eftir árið 2008 var tekin stefnubreyting hjá fyrirtækinu, flotbílarnir voru seldir og áhersla lögð á eigin framkvæmdir. Í dag er Flotgólf ehf. í eigin byggingarframkvæmdum og útboðsverkum. Einnig sinnir Flotgólf ehf. sínum föstu stóru verktakafyrirtækjum með múrverk líkt og áður sem og stærri verkefnum hjá einstaklingum sem eru í húsbyggingarframkvæmdum.
Frá verkefnunum okkar
Hjá Flotgólf starfar hópur fólks sem hefur framsækni og traust að leiðarljósi