Fáðu tilboð

Þjónusta

Þjónusta fyrir húsbyggjendur:
Flotgólf ehf. býður upp á alhliða múr og gifsþjónustu  hvort sem það er innan eða utanhúss, fyrir einstaklinga eða verktaka.  Við gerum föst verðtilboð.

 


Gifs á veggi og loft:
Múrgifsi er sprautað með sérstökum vélbúnaði á steinveggi, einangraða veggi og loft. Settir eru járnlistar á öll úthorn og í gluggakanta til styrktar. 
Flotgólf ehf. flytur inn steina úr gifsi sem notaðir eru í milliveggi og einnig í ýmsa breytingarvinnu. Raflagnir og pípulagnir eru fræstar í millivegginn eftir að hann er kominn upp.
 

 
Gifs og net í loft:
Þessi vinnuaðferð hentar fyrir öll loft og form loftsins er engin fyrirstaða.  Sérstöku gifsneti er komið fyrir á rafmagnsgrind og er síðan tveimur umferðum af gifsi sprautað yfir netið.  Gera þarf ráð fyrir rafmagni og þeirri lýsingu sem á að koma í loftið áður en gifsun fer fram.
Mjög vinsælt er að mynda skuggafúgu við veggi með sérstökum állistum.  Þeir eru settir upp áður en gifsað er.Þessi mynd sýnir gifs og net aðferðina.
Þjónusta fyrir iðnaðarmenn:
Flotgólf ehf. flytur inn múrvélar frá Þýskalandi og Spáni auk fylgihluta.
Þeir verkþættir sem Flotgólf ehf. býður upp á eru:
Plötusteypa
Hefðbundin ílögn, þ.e. með sementi og sandi.
Flotílögn á íbúðahúsnæði, iðnaðarhúsnæði, svalagólf og bílageymslur
Flotun á malbik
Flotun á einangrun
Gólf fyrir geislahitun
Epoxí gólf
Viðgerðir á gömlum gólfum

Nýjustu verkin
Flotgólf hefur flutt alla sýna starfsemi í Akralind 2. Kópavogi....
09.11.12
Flotgólf er komið með Terazzo flot í ýmsum litum. Hægt er að skoða myndir, undir myndasafni. ...