Fáðu tilboð

Hvað gerum við í gólfum

Flotgólf ehf. er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í gólfum eins og t.d. Plötusteypu, demantsslípingu og vélslípingum, ílögn ( anhydrit ) yfir hitalagnir, fínflotun gólfa, lagfæringu gamalla/skemmdra gólfa og einnig póleringu ( terazzo ) á nýjum gólfum.

Við skoðum, mælum, metum og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu.


Plötusteypa í fjölbýli og sérbýli:
Í íbúðarhúsnæði er oftast notuð C25 / C30 flot-steypa og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða botnplötu, burðarplötu eða ásteypulag á forsteyptar einingar. Við niðurlögn á steypunni er notast við laiser tæki til að taka hana í rétta hæð, síðan er farið yfir með réttskeið og hún síðan röraslödduð. Á seinni stigum þ.e. eftir að húsið er orðið fokhelt eða síðar, þá þurr-demantsslípum við gólfin og eru þau þá tilbúin undir lágmarksflotun eða ca. 10 mm að meðaltali. Ef við að taka að okkur alla verkliði, þ.e. niðurlögnina, dematnsslípunina og fínflotunina, þá getum við samið strax um fast verð, því að ef það þarf meira en 10 mm af loti, þá berum við ábyrgðina.
Við tökum ábyrgð á þeim gólfum sem við vinnum..

Fínflotun í fjölbýli og sérbýli:
Í íbúðarhúsnæði þar sem plötusteypan er ekki nógu vel steypt þarf að fínflota jafnvel 15-20 mm til að hægt sé að leggja önnur gólfefni á gólfin. Þegar fínflotað er þarf að demantsslípa og hreinsa gólfin, síðan er grunnað með akríl-grunni og flotað yfir. Þessi gólf eru mjög slétt og áferðafalleg þannig að fólk hefur stundum málað eða glærlakkað þessi gólf beint á flotið og getur þá beðið með að fjárfesta í dýrum gólfefnum eins og flísum eða parketi.
Við tökum ábyrgð á þeim gólfum sem við vinnum..

Iðnaðarhús, bílgeymslur o.fl.:
Í Iðnaðarhúsnæði, bílgeymslum og þess háttar gólfum er notuð C30 > steypa. Við niðurlögn á steypunni er notast við laisertæki og fasta punkta eins og niðurföll, innkeyrsluhurðar o.þ.h. til að taka hana í réttar hæðir, síðan er dregið yfir með réttskeið og hún síðan slödduð. Þegar steypan er orðin nægilega hörð þannig að hægt sé að ganga á henni er hún vélslípuð 5 – 6 umferðir. Slípivélarnar sem við notum eru það öflugar að stærð plötunnar skiptir ekki máli þannig að við getum steypt og slípað á einum degi t.d. 6000 fm ef viðkomandi steypustöð getur afgreitt í hana steypuna.
Við tökum ábyrgð á þeim gólfum sem við vinnum..

Lagfæring á gömul og nýjum gólfum:
Við lagfærum gömul gólf nánast hvernig sem ástand þeirra er og einnig ný gólf sem skemmd eru t.d. eftir frost eða vegna rigningar eða lélegra vinnubragða við niðurlögn. Aðferðirnar eru nokkrar og verður að skoða gólfin og meta hvað skal gera í hverju tilfelli fyrir sig. Við skoðum, metum og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu.
Við tökum ábyrgð á þeim gólfum sem við vinnum..


Anhydrit ílögn yfir hitalagnir:
Yfir hitalagnir hvort sem hitalögnin er fest beint ofan á steypuna eða í þar til gerðar einangrunar takkamottur er best að nota Anhydrit-flotsteypu. Vinnuaðferðin er svipuð og þegar lagt er í með flotsteypu en í þessu tilfelli tökum við alltaf hæðarpunkta, síðan er hún röraslödduð í báðar áttir. Rétt er að benda sérstaklega á eitt atriði en það er að eftir niðurlögnina þá “grætur” yfirborðið á Anhydritinu og þegar það þornar hefur myndast örþunn filma sem þarf að slípa af með sandpappír ( nr. 80 ) og þar til gerðri slípivél sem hægt er að leigja bæði í BYKO og Húsasmiðjunni ef fólk vill gera það sjálft, en ef þetta er ekki gert er nær öruggt að það efni sem límt er á gólfin losnar. Við getum að sjálfsögðu slípað þetta og gerum það með glöðu geði á sanngjörnu verði.
Við tökum ábyrgð á þeim gólfum sem við vinnum..


Póleruð gólf:
Það nýjasta sem við gerum er að við getum boðið upp á póleruð ( terazzo ) gólf sem unnin eru beint úr steypunni sem gólfin eru steypt úr. Einnig er hægt að fá steypu með hvítu eða svörtu sementi og lítríkri möl og steypa ásteypulag ofan á áður steypta plötu, þetta getur gefið áferðinni á póleringunni meira líf.
Við tökum ábyrgð á þeim gólfum sem við vinnum..


Ílögð gólf, vélslípuð og sealer/úritan sett í lokin:
Við notum steypu í þetta sem við framleiðum og er með styrkinn C-25 Mpa. Við gefum ekki upp hvernig við blöndum þessa steypu eða hvaða íblöndunarefni við notum í hana. En í þessu tilfelli demantsslípum við og grunnum gólfin, leggjum síðan í gólfin á hefðbundin hátt og vélslípum, síðan berum við sealer á gólfin til að halda rakanum í gólfunum vegna sprungumyndunar / samdráttar. Seinna meir þegar gólfin eru orðin þurr ca. 30 – 90 daga, komum við og meðhöndlum gólfin og berum sérstak sealer- uritan efni sem lokar gólfunum og eru þá þessi gólf endanleg.
Við tökum ábyrgð á þeim gólfum sem við vinnum..

Nýjustu verkin
Flotgólf hefur flutt alla sýna starfsemi í Akralind 2. Kópavogi....
09.11.12
Flotgólf er komið með Terazzo flot í ýmsum litum. Hægt er að skoða myndir, undir myndasafni. ...