Fáðu tilboð

Flísalagnir

Flotgólf ehf. býður upp á vinnu við flísalagnir, bæði innandyra sem utan.

Undirlag fyrir flísalögn getur verið margskonar, t.d. plötuklæddur flötur, steyptur eða múrhúðaður. Áður en byrjað er að flísaleggja þarf undirlagið að hafa náð sem því hita- og rakastigi sem á eftir að verða og passa verður að loka fyrir gólfhita þegar grunnað og flísalagt er. Flöturinn sem á að flísaleggja þarf að vera réttur. Undir flísar, stærri en 30 x30 er nauðsynlegt að fínflota undir. Í votrýmum verður að setja gúmmíkvoðu áður en flísalagt er.

Allt ryk, öll fita og önnur óhreinindi þarf að hreinsa vel af yfirborðinu og gera þarf við sprungur og flagnaða bletti ef svo er. Allt undirlag þarf að grunna með tilheyrandi grunnefni. Val á flísalími ræðst af kröfum um ýmis konar þol og styrkleika. Áður en flísalagt er þarf að ákveða fúgubreidd til að deiling flísa verði rétt. Flísarnar þurfa að vera hreinar þegar þær eru lagðar. Gæta þarf vel að flísalögnin sé nægilega hörðnuð þegar byrjað er að fúga og getur það verið háð hitastigi og þykkt límlagsins. 

Val á fúguefni byggir einnig á kröfum um þol og styrkleika. Þegar fúguefnið er orðið yfirborðsþurrt er flöturinn þveginn með fúgusvampi og síðan með grófum klút til að vatnsfilma og fúgurestar fari af. Þenslufúgur í flísalögn eru gerðar til að hindra sprungumyndun og aðra galla sem geta komið fram vegna þenslu eða annarra hreyfinga. Í þenslufúgur er yfirleitt notað sílikon fúguefni og í votrýmum þarf það að vera myglu- og sveppavarið.

     

Nýjustu verkin
Flotgólf hefur flutt alla sýna starfsemi í Akralind 2. Kópavogi....
09.11.12
Flotgólf er komið með Terazzo flot í ýmsum litum. Hægt er að skoða myndir, undir myndasafni. ...