Fáðu tilboð

Innimúrverk

Flotgólf ehf. býður upp á alhliða múrverk innan dyra og er reynsla okkar þar ekki síðri en í flotuninni. Á þessu sviði höfum við verið fljótir að tileinka okkur nýjungar, við höfum notast við gifs í múrverki í meira en 20 ár með mjög góðum árangri og vorum frumkvöðlar í vélvæðingu í múrverki.

 

Þjónusta okkar á þessu sviði skiptist í gifsmúrverk, milliveggi, stucanet og múrverk.

Að mörgu þarf að huga þegar hús eru einangruð, einangrunin þarf að vera fyrsta flokks og hana þarf að þekja með gifsi eða múr. Við hlöðum milliveggi með gegnheilum gifssteinum sem og gifsum eða múrum steinveggi og steinloft.

Innanhúsmúrverk er list í okkar augum. Möguleikarnir eru óteljandi og með tækjakosti okkar, úrvals efni, vörum og góðu starfsfólki ert þú í öruggum höndum.

 

     

Nýjustu verkin
Flotgólf hefur flutt alla sýna starfsemi í Akralind 2. Kópavogi....
09.11.12
Flotgólf er komið með Terazzo flot í ýmsum litum. Hægt er að skoða myndir, undir myndasafni. ...