Fáðu tilboð

Gólf

Flotgólf ehf. sérhæfir sig, eins og nafnið ber með sér, í flotun og ílögn gólfa. Við búum yfir áratuga reynslu í flotun gólfa og erum brautryðjendur á Íslandi á þessu sviði.  Fyrirtækið er með þrjá sérsmíðaða vagna sem blanda og dæla anhydriti og floti á staðnum.
Við bjóðum upp á ílagnir í heild sinni en einnig er í boði að fá einungis efnið úr bílnum keypt með dælingu.

Í anhydriti er kalsíumsúlfat sem er bindiefni og hefur aðra eiginleika en sement. Anhydritflot er notað yfir steypu, einangrun og hentar vel yfir gólfhitalagnir. Anhydrit rýrnar mjög lítið og hefur góða eiginleika til hitaleiðni og hljóðeinangrunar. Æskileg þykkt fyrir anhydrit er 5 cm. Lágmarksþykkt yfir gólfhitarör er um 3 cm. Um þremur dögum eftir ílögn má fara inn á gólfið. Gólfhita má setja á eftir 14 daga, byrja á 20 gráðum og hækka um tvær gráður á dag. Eftir þrjár vikur frá ílögn verður að slípa yfir gólfið með sandpappír 80-120 grófleika, til að hreinsa yfirborðið fyrir gólfefni. Gólfefnaval skiptir máli varðandi frekari meðhöndlun.

Undirlag fyrir flotílagnir getur verið ýmislegt, t.d. steypt og ílögð gólf, máluð, flísalögð eða vélslípuð. Flotunin getur verið til afréttingar á gólfum og einnig til að fá slétt yfirborð. Þykktin getur verið frá 1 mm- 50 mm.

     

Nýjustu verkin
Flotgólf hefur flutt alla sýna starfsemi í Akralind 2. Kópavogi....
09.11.12
Flotgólf er komið með Terazzo flot í ýmsum litum. Hægt er að skoða myndir, undir myndasafni. ...